Semi-grain

Semi-grain er aðferð þar sem notast er við extract (þurr extract og fljótandi extract) að megninu til og örlítið af korni, yfirleitt ekki meira en 1 – 2 kg og þá er það í flestum tilfellum eingöngu til að gefa bragð, fyllingu, lit og s.frv.

Það má einnig nota sykrur til að fæða gerilinn og til að ná upp alkóhól magni. Þessi aðferð er mjög þægileg og getur í flestum tilfellum sparað tíma og fyrirhöfn og jafnvel gefið jafn góða bjóra og ef um all grain bruggun væri að ræða.

Í semi-grain, þá er ferlið nokkurn veginn alveg það sama og er í all-grain bruggun og má því fara eftir BIAB aðferðini eða nota þau tæki sem viðkomandi á. Það eina sem breytist er að, það er byrjað á að meskja það litla korn sem er í uppskriftini, en þegar suðan hefst, þá er bætt við öllu því extrakti sem uppskriftin segir til um ásamt því að humla/krydda bjórinn eins og uppskrift gerir ráð fyrir.

Leave A Comment?